Monday, July 2, 2012
Vikan í Verona
Þriðjudagur- 3 dagur í Verona
Farið var snemma af stað og götur og verslanir skoðaðar. Seinnipartinn átti að spila á aðaltorgi Verona en eftir að Baldur þræddi allar skrifstofur Veronaborgar fannst ekki leyfið sem sótt var um og það eina sem yfirvöld buðu okkur var að sækja um nýtt leyfi sem yrði svarað innan 60 daga :)
En við gerðum okkur glaðan dag í staðinn og fórum í skoðunarferð um borgina.
Miðvikudagur
Sundferð í borginni.
Sundlaugar í Verona eru sérstakar og eru reglurnar mjög svo strangar. Allaveganna er eins og sundlaugaverðir fái borgað eftir hve oft þeir blási í flauturnar. Allir sem ætluðu ofan í laugina þurftu að vera með sundhettu og einnig í löggildum sundfötum, einn drengurinn mætti í stuttbuxum og mátti því ekki fara ofan í.
Um kvöldið snæddum við öll saman í boði Fiskmarkaðs Íslands :)
Fimmtudagur
Fótboltadagur!
Enn voru sumir verslunarþyrstir en svo fórum við og skoðuðum svalirnar hjá hinni einu sönnu Júlíu og snertu flestir brjóst hennar en það á að færa manni gæfu í lífinu.
Svo var hringleikahúsið skoðað og þetta rúmlega 2000 ára leikhús var mjög heillandi og gaman að ímyndar sér gladiatoranna skylmast á sviðinu.
Um kvöldið var horft á undanúrslit EM þar sem Ítalir tryggðu sér stórkostlegann sigur á þjóðverjum.
Við borðuðum saman pizzu í boði Sæból ehf :)
Svo var labbað heim um kvöldið og stemningin skemmtileg á götunum.
Föstudagur
Afslöppun og sofið út.
Eftir langa labbdaga var sofið út og slappað af á Ostello Verona. Morgunmaturinn var um 11 leytið og var svo hádegisverður um 2 en hann var í boði Hótel Framnes :) Í rólegheitunum var pakkað niður og gert klárt fyrir brottför til Rimini. Seinnipart dagsins spiluðum við í garðinum við Ostello en það var mjög heitt í veðri og fannst mörgum erfitt að spila en gestir sem hlýddu á sveitina spila voru mjög hrifnir.
Laugardagur
5 foreldrar kvöddu hópinn og héldu heim til Íslands. Rútuferð til Rimini var næst á dagskrá. Lagt var af stað um 10 og Seidi (sæti) var nafnið á bílstjóranum okkar. Rosaleg umferð var á leiðinni og tók ferðin rúma 6 klukkutíma en átti að vera 4 til 5 tímar.
Eftir mikla leit fannst loksins hótelið okkar.
Þreyttir ferðalangar fengu dálítið sjokk þegar komið var inn á herbergin en plásið er alls ekki mikið þar inni. Hótelið er þó vel staðsett, með goðum svölum og brosmildu starfsfólki en eigendur hótelsins minna óneitanlega á Finna og Höllu á krákunni :)
Eftir að hafa komið sér fyrir var labbað aðeins niðrá strönd en hún er stutt frá og mjög snyrtileg og fín.
Svo var borðað um kvöldið í boði Snæís :)
Um kvöldið var farið strandblak
Sunnudagur - Úrslit í EM!!!
Flestir sváfu vel og komu sér snemma á ströndina, auðvitað var farið í verslanir um miðjan dag og kom liðið sér fyrir hér og þar og horfði á úrslitaleikinn en ekki fór hann vel :(
Sunday, June 24, 2012
Dagur 3 í Verona
Í gær löbbudum við um miðbæ borgarinnar og skoðuðum helstu staði miðbæjar. Verona er gömul og falleg borg með mikið af flottum verslunum, stelpunum í hópnum leiddist það ekki.
Eftir að Baldur hafði ákveðið að hafa æfingu á farfuglaheimilinu voru allir keyrðir með leigubíl eftir langann dag til æfinga.
Æfingin gekk vel og voru nokkrir Ítalir að hlusta og voru þeir mjög ánægðir með sveitina.
Eftir æfingu var smá slökun en um kvöldið borðaði hópurinn saman í boði Hótel Framnes, takk kærlega fyrir Gísli og Shelagh :)
Í dag verður frjáls tími en svo seinnipart dags spilum við í fyrsta sinn opinberlega á aðaltorgi borgarinnar, Piazza Bra.
Vonandi getum við sett inn myndir fljótlega.
Þangað til næst....
Saturday, June 23, 2012
Við erum komin til Verona :)
Það var nett ferskur hópur sem hittist í Keflavík klukkan fimm í gærmorgun. Eftir 4 tíma flugferð til Mílanó tók við ævintýraleg leit að hljóðfærum á Malpenza flugvelli, nánar um það síðar.
Eftir tveggja tíma rútuferð eru allir komnir til Ostello Villa Francescatti.
Þar var matur g svo göngutúr um hverfið. Þreyttir ferðalangar sofnuðu svo snemma í gærkvöldi.
Kveðja
Baldur
Wednesday, June 20, 2012
Undirbúningur
Einungis 2 og hálfur dagur þangað til við förum til Ítalíu og í kvöld kláruðum við að pakka niður hljóðfærunum. Mikill spenningur í öllum ítalíuförum :)
Subscribe to:
Posts (Atom)