Sunday, June 24, 2012

Dagur 3 í Verona

Í gær löbbudum við um miðbæ borgarinnar og skoðuðum helstu staði miðbæjar. Verona er gömul og falleg borg með mikið af flottum verslunum, stelpunum í hópnum leiddist það ekki. Eftir að Baldur hafði ákveðið að hafa æfingu á farfuglaheimilinu voru allir keyrðir með leigubíl eftir langann dag til æfinga. Æfingin gekk vel og voru nokkrir Ítalir að hlusta og voru þeir mjög ánægðir með sveitina. Eftir æfingu var smá slökun en um kvöldið borðaði hópurinn saman í boði Hótel Framnes, takk kærlega fyrir Gísli og Shelagh :) Í dag verður frjáls tími en svo seinnipart dags spilum við í fyrsta sinn opinberlega á aðaltorgi borgarinnar, Piazza Bra. Vonandi getum við sett inn myndir fljótlega. Þangað til næst....

Saturday, June 23, 2012

Við erum komin til Verona :)

Það var nett ferskur hópur sem hittist í Keflavík klukkan fimm í gærmorgun. Eftir 4 tíma flugferð til Mílanó tók við ævintýraleg leit að hljóðfærum á Malpenza flugvelli, nánar um það síðar. Eftir tveggja tíma rútuferð eru allir komnir til Ostello Villa Francescatti. Þar var matur g svo göngutúr um hverfið. Þreyttir ferðalangar sofnuðu svo snemma í gærkvöldi. Kveðja Baldur

Wednesday, June 20, 2012

Undirbúningur

Einungis 2 og hálfur dagur þangað til við förum til Ítalíu og í kvöld kláruðum við að pakka niður hljóðfærunum. Mikill spenningur í öllum ítalíuförum :)